Þessi vefur er í stöðugri þróun
Gervigreind, eða Artificial Intelligence (AI), er tækni sem getur líkt eftir mannlegri greind. Í því felst að tæknin er þjálfuð til að læra, túlka og vinna að verkefnum sem yfirleitt krefjast mannlegrar hugsunar. Gervigreind er að finna í mörgum tækjum sem við notum daglega, t.d. í símum, leitarvélum og fjölda annarra forrita. Þróun gervigreindar er hröð og aðgengi almennings hefur aukist. Þessi þróun hefur leitt til nýrra áskorana í háskólum, þar sem kennarar og nemendur verða að aðlagast þessari nýjung í námi og kennslu. Ýmsar áskoranir fylgja notkun gervigreindar sem hægt er að kynna sér hér fyrir neðan.
Reglur og viðmið
Matsviðmið
Hér að neðan er matsviðsmiðs tafla með helstu upplýsingum
Þú getur notað gervigreindarspjall líkt og snjallan námsfélaga; spurt út í námsefnið, látið útskýra eitthvað skref fyrir skref, beðið um skilgreiningar á hugtökum, fengið einfalda útskýringu á flóknu efni eða spjallað almennt um námsefnið.
Ef þú hefur heimild kennara til að nota gervigreind í verkefnavinnu geturðu t.d. beðið gervigreindarspjall um endurgjöf eða mótrök við þinni rökfærslu, spurt út í eða fengið upplýsingar um eitthvað sem tengist efni verkefnisins og fengið hugmyndir um fleira sem gæti átt heima í verkefni þínu.
Áður en þú hefur lestur á langri grein getur verið skilvirkara að fá stutta samantekt á aðalatriðum eða geta spurt út í tiltekin atriði. Þú getur hlaðið upp grein og fengið útskýringu á efni hennar.
Það er ekkert sem bannar nemendum að leita að heimildum með aðstoð gervigreindar. Það er hins vegar ekki það sama og að nota svar sem gervigreind skrifar, sem heimild.
Um notkun gervigreindar í skólastarfi gilda sömu reglur og um notkun allra annarra heimilda og aðstoðar í námi; vísa þarf til heimilda skv. alþjóðlegum tilvitnunarreglum hverrar fræðigreinar í samræmi við viðurkennda staðla Háskólans. Athugið að í hvert sinn sem leitað er heimilda með gervigreind verður notandi að sannreyna heimildirnar. Hafið í huga að gervigreindarverkfæri sem byggjast á vefspjalli búa til nýtt svar í hvert sinn sem spurning er borin upp og þess vegna er ekki hægt að vísa í svar frá gervigreind sem heimild.
Nemendum ber að fylgja fyrirmælum kennara um heimil hjálpargögn, þ. á m. um hvort heimilt sé að nota gervigreind við úrlausn verkefna og prófa notkun gervigreindar við úrlausn verkefna og prófa.
Slík notkun er á gráu svæði og nemendur ættu að fara varlega í að treysta svörum gervigreindarinnar. Í prófspurningum er oft verið að reyna á hæfni nemenda til að fá hugmyndir og því getur slík notkun verið óheimil nema að kennari mæli sérstaklega með henni. Nemendur eiga undantekningarlaust að ráðfæra sig við kennara um það hvort heimilt sé að nota gervigreind með þessum hætti.
Nei, það er ekki hægt að treysta því að svörin sem gervigreindin býr til séu alltaf rétt. Fjölmörg dæmi sýna að gervigreind getur dregið rangar ályktanir og hreinlega búið til fullyrðingar sem eru rangar. Sá sem leitar aðstoðar gervigreindar verður að hafa þekkingu á viðfangsefninu og leita annarra leiða til að staðfesta svör sem aflað er með gervigreind.
Nei, það er ekki til hugbúnaður sem getur staðfest meðfullri vissu að texti sé skrifaður af gervigreind. Hins vegar eru til forrit(eins og t.d. Turnitin) sem gefa vísbendingar um hvort texti sé skrifaður af gervigreind eða ekki.
Þessi forrit virka þó ekki alltaf fyrir íslenskan texta. Athugið að gervigreind, eins og t.d. ChatGPT, getur ekki metið hvort texti sé skrifaður af gervigreind eða ekki.
Þegar grunur vaknar um að gervigreind hafi verið notuð í heimildarleysi gilda reglur HÍ um akademískt misferli.
Reglur og viðmið
Þegar þú hakar við valmöguleika kemur skýringartexti til hægri
Gervigreind getur búið til texta sem lítur út fyrir að vera trúverðugur en byggist ekki á staðreyndum. Til eru ótal dæmi um að upplýsingar frá gervigreind séu ónákvæmar og að heimildir sem vísað er til séu tilbúningur. Það er mikilvægt fyrir þig að athuga vel áreiðanleika þess sem gervigreindin skrifar fyrir þig.
Gervigreind getur verið menningarlega blind og hlutdræg. Ef þú þekkir ekki hvernig gervigreindin vinnur og hvaðan upplýsingarnar sem hún skilar þér koma, getur þú ekki treyst því að raddir og sjónarmið allra séu hluti af niðurstöðunni.
Ákveðnar reglur gilda um það hvernig á að vísa til efnis sem gervigreindin býr til. Athugið að hvert svar sem gervigreindarspjall býr til er einstakt og ekki hægt að vísa til þess eins og annarra heimilda. Þess vegna þarf að vísa til þess eins og um munnlega heimild væri að ræða.
Ef þú ert í vafa er mikilvægt að leita til kennarans. Þannig getur þú fengið að vita hvort notkunin sé í samræmi við þann ramma sem kennari hefur sett um notkunina.
Mikilvægasti hluti náms er að geta beitt þeim aðferðum og hugtökum sem unnið er með í námskeiði. Gervigreindin getur hjálpað þér við það, en það er mikilvægt er að hún geri það ekki fyrir þig.